Blogg númer eitt

Hef verið að lesa blogg undanfarið, jú jú er að reyna að fylgjast með og reyna að skilja hjartslátt þjóðarinnar.Vona samt að sumt það sem ég les sé í fæstum tilfellum vilji þjóðar  

Ég held að það sé ekki vilji hins almenna borgara þessa lands að við séum að níða hvort annað niður, jú jú gott að hafa skoðanir gott að koma þeim á framfæri gott að geta mótmælt og kallað eftir nýjum hugmyndum og öðruvísi nálgun. Gott að geta skrifað sínar hugrenningar og skoðanir, gott að geta tekið þátt, gott að geta haft áhrif, gott að finna til sjálfs síns. Finna að maður skiptir máli  

En er ekki hægt að gera allt þetta án þess að fara í persónulegt níð um annað fólk og skoðanir þess, án þess að kalla alla sem ekki eru á sama máli t.d. lýðskrumara , glæpamenn ,geðveika eða annað álíka  Jú jú við gerum vitleysur og sem manneskjur þá verður okkur oft á, við missum okkur kannski í of mikla græðgi eða höldum stundum að það gildi ekki sömu lög um okkur og aðra. Höldum stundum að við séum að gera rétt þegar við gerum í raun rangt.Viljum kannski vel en þegar á reynir þá höfum við kannski bara ekki rétt fyrir okkur   

Við búum í samfélagi sem setur okkur lög og reglur og ef við brjótum þær þá hefur það afleiðingar bæði fyrir okkur og þá sem brotið er á.Það er því eðlilegt að það sé kallað eftir réttlæti og við látinn taka út okkar refsingu ef við höfum brotið lög.Siðferði og ábyrgð lúta líka lögmálum

Samfélagið verður að gæta þess að allir lúti sömu lögum. Þeir sem eru kosnir af þjóðinni til þess að framfylgja lögum og reglum þessa lands verða að gæta jafnræðis  Það virðist sem þetta jafnræði hafi smátt og smátt horfið hér í okkar samfélagi, kannski ekki horfið heldur einhvern veginn ekki verið sinnt nóg. Og hver ber þá ábyrgð er spurt? Er það  sá sem finnur fyrir ójafnræði eða sá sem á að gæta þess að jafnræðis sé í raun fylgt?  

Ég hefði haldið sjálfur að það væri sá sem kosinn er eða ráðinn til þessa að gæta þess að allir njóti jafnræðis sem beri ábyrgð.Því mér var kennt að bera ábyrgð á mínum mistökum, ábyrgð á mínu lífi Mér hefur svo sem ekki alltaf tekist það stundum hef ég reynt að komast hjá því að bera ábyrgð en einhvern veginn hefur það samt alltaf endað með því að ég þarf að þrífa upp eftir mig sjálfur. Og hefur því reynslan kennt mér að best sé því að kannast við mín mistök strax og taka ábyrgð. 

 Þetta þýðir ekki endilega að þeir sem ekki eru svona eins og ég séu verra eða betra fólk, nei þetta þýðir í raun ekkert annað en að ég hef lært af eigin mistökum og vil þar af leiðandi forðast þau. Það kemur þó oft fyrir að ég geri sömu mistökin aftur og aftur en smátt og smátt hefur mér lærst að betra er að taka á  málum strax og viðurkenna minn breyskleika og vinna með mína kosti,viðurkenna mistök og reyna að gera betur næst  

Einhvernvegin held ég að margir hér á landi hafi gleymt að rækta sína kosti ,gleymt því að við búum í samfélagi og þurfum á hvort öðru að halda til þess að geta myndað samfélag Að sjálfsögðu erum við ekki öll á sama máli, að sjálfsögðu erum við ekki öll eins eða steypt í sama mót, sem betur fer. Þó erum  við  eins að því leiti að við viljum að virðing sé borin fyrir okkur og skoðanir okkar séu virtar, að við njótum sannmælis í lífi og starfi, að okkur sé ekki mismunað eftir skoðunum, litarhætti,hæð, smæð, eða útliti svo fátt eitt sé nefnt.

Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vera við sjálf með kostum og göllum.

Vera manneskjur 

 Við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því að við búum í samfélagi og þar gilda reglur og lög  og við þurfum að gæta að siðferðislegum gildum og ábyrgð okkar á þessum samfélagi 

 Virðum hvert annað og segjum okkar skoðanir hver með sínu nefi á þann hátt sem best við getum


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Velkominn á bloggið! og takk fyrir fínan pistil

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.4.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Gunnar Sigurðsson

Takk fyrir góðar kveðjur Rakel

Gunnar Sigurðsson, 13.4.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband