Peningana eða lífið ??

Það er undaleg hvað við mannskepnan höfum lyft Mammon og græðgi upp í miklar hæðir Ef þú verður fyrir gjaldþroti þá má birta nafn þitt og gera um þig sérstaka skrá og til er fyrirtæki sem gerir út á það að birta nöfn fólks sem lendir í vanskilum eða greiðsluerfileikum og selur þær upplýsingar Og nú á að birta nöfn þeirra sem biðja um sértæka aðstoð vegna svokallaðra greiðslujöfnunar ,bara svona til þess að auka á niðurlægingu fólks sem á þó í nógum vandræðum fyrir

Ef þú er í vanskilum þá ertu það mikil glæpamaður að það má fara með þig og  þínar persónuupplýsingar og nánast bera þær á torg Og svo er líka gefið út sérstakt blað af ríkinu sem birtir allar þessar upplýsingar nöfn kennitölu og allt

 Svo rífast menn um nafnabirtingar á alvöru glæpamönnum sem nauðga,myrða,stela,beita líkamlegu ofbeldi, þessir aðilar njóta vafans það má ekki birta nöfn þeirra Jafnvel barnaníðingar njóta vafans það má ekki birta nöfn þeirra

Hvað er að í þessu þjóðfélagi ??


mbl.is Nafnbirting verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband