Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki með hugsjónir og væntingar um að koma á lýðræðislegum umbótum, réttlátara samfélagi með gagnsæjum vinnubrögðum og umfram allt, heiðarleika að leiðarljósi
Slagorðið þjóðin á þing er engin tilviljun. Það var valið vegna þess að vildum að þjóðin fengi rödd inni á Alþingi Íslendinga. Þinghópur hreyfingarinnar var hugsaður sem brú frá grasrótinni þangað inn.
Að okkar mati hefur það mistekist.
Þess í stað hafa hugsjónir, stefna og kraftur hreyfingarinnar týnst í deilum og óánægju á alla kanta.
Við sem undir þetta ritum erum stolt af Borgarahreyfingunni eins og hún var hugsuð. Í stað þess að gefast upp fyrir þeim mistökum sem gerð hafa verið langar okkur að leggja okkar að mörkum til að hreyfingin finni uppruna sinn á ný og að vegur hennar verði sem mestur.
Þess vegna ætlum við að bjóða fram krafta okkar til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Við komum fram sem hópur og gerum okkur vonir um að fá stuðning sem slíkur.
Engu að síður bjóðum við okkur hvert og eitt fram til starfsins sem einstaklingar.
Sem hópur höfum við sett saman grunn að stefnu þeirri sem við munum fylgja í störfum okkar og hana má skoða í tengdri skrá.
http://gandri.wordpress.com/files/2009/09/skipulagframtidarsyn.ppt
Við munum kynna stefnuna nánar á næstu dögum og á landsfundi hreyfingarinnar.
Ásthildur Jónsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Andri Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Heiða B. Heiðarsdóttir, Ingifríður Ragna Skúladóttir, Jón Kr. Arnarson, Lilja Skaftadóttir Sigurður Hr. Sigurðsson og Valgeir Skagfjörð
Bloggar | 2.9.2009 | 21:09 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er undaleg hvað við mannskepnan höfum lyft Mammon og græðgi upp í miklar hæðir Ef þú verður fyrir gjaldþroti þá má birta nafn þitt og gera um þig sérstaka skrá og til er fyrirtæki sem gerir út á það að birta nöfn fólks sem lendir í vanskilum eða greiðsluerfileikum og selur þær upplýsingar Og nú á að birta nöfn þeirra sem biðja um sértæka aðstoð vegna svokallaðra greiðslujöfnunar ,bara svona til þess að auka á niðurlægingu fólks sem á þó í nógum vandræðum fyrir
Ef þú er í vanskilum þá ertu það mikil glæpamaður að það má fara með þig og þínar persónuupplýsingar og nánast bera þær á torg Og svo er líka gefið út sérstakt blað af ríkinu sem birtir allar þessar upplýsingar nöfn kennitölu og allt
Svo rífast menn um nafnabirtingar á alvöru glæpamönnum sem nauðga,myrða,stela,beita líkamlegu ofbeldi, þessir aðilar njóta vafans það má ekki birta nöfn þeirra Jafnvel barnaníðingar njóta vafans það má ekki birta nöfn þeirra
Hvað er að í þessu þjóðfélagi ??
Nafnbirting verði endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.5.2009 | 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flokkurinn, já undarlegt, hann gerir ekki mistök. Það er fólkið í flokknum sem gerir þau. Það er ekki flokkurinn sem bullar, það er fólkið í flokknum sem bullar. Flokkurinn talar ekki, það er fólkið sem talar.
Þetta er kannski undarleg pæling en samt virðist eins og við, þ.e.a.s. fólk, virðumst eiga betra með að taka ekki ábyrgð ef við getum kennt einhverju um. Einhverju sem við kannski höfum búið til sjálf. Það þarf fólk til þess að geta kallast flokkur er það ekki? Það þarf fólk til að búa til stefnu ekki gerir flokkurinn það eða hvað ? Eins virðist þetta vera með svo marga hluti. Verðtrygging er t.d. búin til af mönnum fyrir menn og til þess að menn geti grætt eða tapað en samt er ekki hægt að breyta neinu, jafnvel þótt sýnt þyki að stór hluti landsmanna þjáist hreinlega vegna verðtryggingarinnar. Nei, það má ekki hrófla við þessu kerfi. Ég verð nú að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg enda hefur lífið kennt mér að þegar ég hef gert mistök þá leiðrétti ég þau ef nokkur er kostur eða biðst afsökunar og reyni að læra af þeim, enda hef ég ekki verið flokksbundinn og ekki getað kennt flokknum um.
Og jafnvel þótt flokkurinn hafi keyrt þetta land nánast til fjandans þá segir fólkið í flokknum að ef eigi að takast að rétta úr kútnum þá sé flokkurinn sá eini sem geti það. Ef það eigi að vera atvinna og framfarir þá verði fólkið að kjósa flokkinn, annars fari allt á versta veg. Skrýtið sá sem braut á mér hann á að dæma í málinu ,ákveða bætur og refsingu fyrir sjálfan sig og ég á að kjósa hann til þess Það getur hver maður séð að hér er eitthvað sem ekki gengur upp
Eins og ég hef sagt þá er flokkurinn hvorki með hugsun né sál svo flokkurinn er í raun bara tálsýn og máttlaust verkfæri. En fólkið er það ekki. Fólkið hefur hugsun, fólkið hefur vald, fólkið hefur sál. Sumir sjá að þetta getur ekki gengið svona áfram en aðrir vilja halda sig við að geta kennt flokknum um. Enn aðrir skilja bara hreint ekkert í þessu og vilja helst stinga hausnum í sandinn og koma ekki upp fyrr en allt er yfirstaðið.
Nei, gott fólk, við skulum ekki loka augunum né stinga höfðinu í sandinn. Við skulum taka okkur það vald sem okkur er gefið. Valdið til að hafa sjálfstæða skoðun, valdið til að breyta, valdið sem gerir okkur kleift að berjast fyrir hugsjónum okkar. Valdið sem gerir okkur kleift að búa til flokka og verðtryggingu. Valdið er okkar réttur til þess að taka ákvarðanir, til þess að taka ábyrgð, til þess að hjálpa hvert öðru. Valdið er sjálfstæð hugsun.
Við skulum taka ábyrgð á lífi okkar. Setjum okkur í fyrsta sæti, ekki verðtryggingu,ekki flokka, ekki banka. Ekki láta segja ykkur að þið hafið ekki vald. Valdið er ykkar.
Setjum fólk í fyrirrúm - kjósum Borgarahreyfinguna setjum X við O
Bloggar | 25.4.2009 | 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýtum rétt okkar til áhrifa kjósum breytingar kjósum XO . Erum óspillt hreyfing fólks sem vill taka ábyrgð og vera í fremstu víglínu breytinga í íslenskum veruleika
Við erum ekki atvinnupólitíkusar við erum hreyfing þverskurður af hinum almenna borgara á Íslandi fólk úr öllum stéttum og flokkum Við erum og viljum vera ábyrg við viljum breytingar ,verum ábyrg ekki bara tala ,framkvæmum. XO það er málið
Við erum breytingaafl fólks sem þorir,getur og vill ekki bara væl ekki bara tal ,við framkvæmum búsáhöld,borgarafundir,mótmæli ,Borgarahreyfingin = breytingar
Það er enginn ótti hjá okkur bara ákall um réttlátar breytingar kjósum spillinguna burt Vinnum saman verndum komandi kynslóðir XO afl til breytinga
Réttlátt þjóðfélag fyrir alla ekki bara suma .Við viljum breytingar og stöndum fyrir þjóðin á þing Við erum ábyrg og krefjumst bætts lýðræðis og að alþingi sé fyrir fólkið ekki fólkið fyrir alþingi
Opinn stjórnsýsla betri upplýsingar fyrir almenning það er ekkert leyndamál sem kjörnir fulltrúar á þingi ættu að eiga í vinnu sinni sérstaklega ekki fyrir þeim sem þeir vinna hjá, hinum almenna borgara landsins
Borgarhreyfingin er breiður hópur fólks sem vill og er tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir breytingar fyrir bættu lýðræði og ekki ráðherraræði
Borgarhreyfingin góð leið í átt til betra stjórnarfars
Óspillt afl sem tekur til óspilltra málana
Bloggar | 23.4.2009 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumir þegnar þessa lands eru duglegir við að tyggja á því að við eigum að forðast að leita að sökudólgum eða að reyna að finna skýringar á þessum mikla hrunadansi sem á undan er gengin . Þeir kalla það nornaveiðar" ef farið er fram á að þeir, sem ábyrgð bera, axli hana. Já einmitt. Enginn á að axla ábyrgð.
Menn fengu há laun og stóra bónusa vegna mikillar ábyrgðar. Hvað gerðist ? Axlaði þetta fólk ábyrgðina sem það fékk í raun greitt fyrir að gera? Nei og aftur nei. Stærsti hluti þessa fólks hvarf reyndar af yfirborði jarðar strax í byrjun þessara erfiðleika.
Hver tekur þá ábyrgðina þegar upp er staðið. Stjórnmálamenn!? Nei. Þeir vilja bíða eftir því hvað sérstakur saksóknari segir. (Saksóknari, sem þeir réðu sjálfir til að rannsaka sig.) Fyrirtæki - axla þau ábyrgð? Já og nei. Allt er gert til að bjarga sumum fyrirtækjum en öðrum ekki. Bankarnir? Nei þeim skal bjargað - þeir fá afskrifað en rukka almenning að fullu . Fjölmiðlarnir, sem brugðust svo eftirminnilega? Nei, þeir axla ekki ábyrgð heldur fá afskrifaðar skuldir og nýtt eignarhald.
Hverjir eiga þá að bera ábyrgð? Jú almenningur. Hinn venjulegi maður. Heimilin. Það má ekki fella niður neitt sem fellur undir skuldir heimila .Heimilin sem fengu þó ekki öll þessi háu laun og bónusa, heldur bara þau venjuleg laun og greiddu af þeim fulla skatta. Það telst víst of dýrt að fella niður skuldir eða leiðrétta virkilega óréttláta meðferð sem heimilin, almenningur, hefur orðið að þola á þessu braski banka og fyrirtækja
Bankarnir og stórfyrirtækin, sem tóku stöðu gegn heimilunum með braski á okkar undarlega gjaldmiðli, fá að njóta vafans, en ekki alþýðan. Hún á að taka út raunverulega refsingu fyrir brot sem hún hafði ekkert með að gera. Alþýðan, hinn vinnandi maður og fjölskylda hans - skal blæða fyrir gjörðir nokkurra misvitra manna.
Og fyrst að þetta er svona þá vil ég, sem er einn af alþýðunni sem axla skal þessa ábyrgð, bara fá að taka þessar ákvarðanir líka og býð mig þess vegna fram til Alþingis. Ég bæði get og vill taka ábyrgð þó ekki á skuldum annarra á nóg með mínar eigin
Rödd Borgarahreyfingarinnar þjóðin á þing þarf að fá að hljóma á þingsölum -XO
Bloggar | 13.4.2009 | 01:30 (breytt kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef verið að lesa blogg undanfarið, jú jú er að reyna að fylgjast með og reyna að skilja hjartslátt þjóðarinnar.Vona samt að sumt það sem ég les sé í fæstum tilfellum vilji þjóðar
Ég held að það sé ekki vilji hins almenna borgara þessa lands að við séum að níða hvort annað niður, jú jú gott að hafa skoðanir gott að koma þeim á framfæri gott að geta mótmælt og kallað eftir nýjum hugmyndum og öðruvísi nálgun. Gott að geta skrifað sínar hugrenningar og skoðanir, gott að geta tekið þátt, gott að geta haft áhrif, gott að finna til sjálfs síns. Finna að maður skiptir máli
En er ekki hægt að gera allt þetta án þess að fara í persónulegt níð um annað fólk og skoðanir þess, án þess að kalla alla sem ekki eru á sama máli t.d. lýðskrumara , glæpamenn ,geðveika eða annað álíka Jú jú við gerum vitleysur og sem manneskjur þá verður okkur oft á, við missum okkur kannski í of mikla græðgi eða höldum stundum að það gildi ekki sömu lög um okkur og aðra. Höldum stundum að við séum að gera rétt þegar við gerum í raun rangt.Viljum kannski vel en þegar á reynir þá höfum við kannski bara ekki rétt fyrir okkur
Við búum í samfélagi sem setur okkur lög og reglur og ef við brjótum þær þá hefur það afleiðingar bæði fyrir okkur og þá sem brotið er á.Það er því eðlilegt að það sé kallað eftir réttlæti og við látinn taka út okkar refsingu ef við höfum brotið lög.Siðferði og ábyrgð lúta líka lögmálum
Samfélagið verður að gæta þess að allir lúti sömu lögum. Þeir sem eru kosnir af þjóðinni til þess að framfylgja lögum og reglum þessa lands verða að gæta jafnræðis Það virðist sem þetta jafnræði hafi smátt og smátt horfið hér í okkar samfélagi, kannski ekki horfið heldur einhvern veginn ekki verið sinnt nóg. Og hver ber þá ábyrgð er spurt? Er það sá sem finnur fyrir ójafnræði eða sá sem á að gæta þess að jafnræðis sé í raun fylgt?
Ég hefði haldið sjálfur að það væri sá sem kosinn er eða ráðinn til þessa að gæta þess að allir njóti jafnræðis sem beri ábyrgð.Því mér var kennt að bera ábyrgð á mínum mistökum, ábyrgð á mínu lífi Mér hefur svo sem ekki alltaf tekist það stundum hef ég reynt að komast hjá því að bera ábyrgð en einhvern veginn hefur það samt alltaf endað með því að ég þarf að þrífa upp eftir mig sjálfur. Og hefur því reynslan kennt mér að best sé því að kannast við mín mistök strax og taka ábyrgð.
Þetta þýðir ekki endilega að þeir sem ekki eru svona eins og ég séu verra eða betra fólk, nei þetta þýðir í raun ekkert annað en að ég hef lært af eigin mistökum og vil þar af leiðandi forðast þau. Það kemur þó oft fyrir að ég geri sömu mistökin aftur og aftur en smátt og smátt hefur mér lærst að betra er að taka á málum strax og viðurkenna minn breyskleika og vinna með mína kosti,viðurkenna mistök og reyna að gera betur næst
Einhvernvegin held ég að margir hér á landi hafi gleymt að rækta sína kosti ,gleymt því að við búum í samfélagi og þurfum á hvort öðru að halda til þess að geta myndað samfélag Að sjálfsögðu erum við ekki öll á sama máli, að sjálfsögðu erum við ekki öll eins eða steypt í sama mót, sem betur fer. Þó erum við eins að því leiti að við viljum að virðing sé borin fyrir okkur og skoðanir okkar séu virtar, að við njótum sannmælis í lífi og starfi, að okkur sé ekki mismunað eftir skoðunum, litarhætti,hæð, smæð, eða útliti svo fátt eitt sé nefnt.
Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vera við sjálf með kostum og göllum.
Vera manneskjur
Við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því að við búum í samfélagi og þar gilda reglur og lög og við þurfum að gæta að siðferðislegum gildum og ábyrgð okkar á þessum samfélagi
Virðum hvert annað og segjum okkar skoðanir hver með sínu nefi á þann hátt sem best við getum
Bloggar | 12.4.2009 | 21:47 (breytt 13.4.2009 kl. 01:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar