Á bara alþýðan að axla ábyrgðina?

Sumir þegnar þessa lands  eru duglegir við að tyggja á því að við eigum að forðast að leita að sökudólgum eða að reyna að finna skýringar á þessum mikla hrunadansi sem á undan er gengin . Þeir kalla það „nornaveiðar" ef farið er fram á að þeir, sem ábyrgð bera, axli hana. Já einmitt. Enginn á að axla ábyrgð.

Menn fengu há laun og stóra bónusa vegna mikillar ábyrgðar. Hvað gerðist ? Axlaði þetta fólk ábyrgðina sem það fékk í raun greitt fyrir að gera? Nei og aftur nei. Stærsti hluti þessa fólks hvarf reyndar af yfirborði jarðar strax í byrjun þessara erfiðleika.

Hver tekur þá ábyrgðina þegar upp er staðið. Stjórnmálamenn!? Nei. Þeir vilja bíða eftir því hvað sérstakur saksóknari segir. (Saksóknari, sem þeir réðu sjálfir til að rannsaka sig.) Fyrirtæki - axla þau ábyrgð? Já og nei. Allt er gert til að bjarga sumum fyrirtækjum en öðrum ekki. Bankarnir? Nei þeim skal bjargað - þeir fá afskrifað en rukka almenning að fullu . Fjölmiðlarnir, sem brugðust svo eftirminnilega? Nei, þeir axla ekki ábyrgð heldur fá afskrifaðar skuldir og nýtt eignarhald.

Hverjir eiga þá að bera ábyrgð? Jú almenningur. Hinn venjulegi maður. Heimilin. Það má ekki fella niður neitt sem fellur undir skuldir heimila .Heimilin sem fengu þó ekki öll þessi háu laun og bónusa, heldur bara þau venjuleg laun og greiddu af þeim fulla skatta. Það telst víst of dýrt að fella niður skuldir eða leiðrétta virkilega óréttláta meðferð sem heimilin, almenningur, hefur orðið að þola á þessu braski banka og fyrirtækja

Bankarnir og stórfyrirtækin, sem tóku stöðu gegn heimilunum með braski á okkar undarlega gjaldmiðli, fá að njóta vafans, en ekki alþýðan. Hún á að taka út raunverulega refsingu fyrir brot sem hún hafði ekkert með að gera. Alþýðan, hinn vinnandi maður og fjölskylda hans - skal blæða fyrir gjörðir nokkurra misvitra manna.

Og fyrst að  þetta er svona þá vil ég, sem er einn af  alþýðunni sem axla skal þessa ábyrgð, bara fá að taka þessar ákvarðanir líka og býð mig þess vegna fram til Alþingis. Ég bæði get og vill taka ábyrgð þó ekki á skuldum annarra á nóg með mínar eigin

Rödd Borgarahreyfingarinnar þjóðin á þing þarf að fá að hljóma á þingsölum -XO

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband